Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2018 09:09 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt nýrri þjóðhags- og verðbólguspá bankans verður hagvöxtur 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólguhorfur eru talsvert lakari en síðustu ár og er gert ráð fyrir að verðbólgan verði komin í um 3,5% í lok þessa árs en verði að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021.Sjá einnig:Bein útsending: Ný hagspá Landsbankans kynnt í Hörpu Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar, sagði á morgunfundi bankans í morgun að mikil óvissa sé fólgin í spánni og þar sé stærsti óvissuþátturinn krónan en einnig komandi kjaraviðræður og ferðaþjónustan sem sé ung og óreynd atvinnugrein. Veruleg áföll þar gætu haft veruleg áhrif á efnahag landsins. Hægir á hagvexti „Efnahagsaðstæður hér á landi hafa að miklu leyti verið mjög hagfelldar síðustu ár. Verðbólga var nær viðvarandi undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá febrúar 2014 allt fram á mitt þetta ár og samfelldur hagvöxtur hefur mælst frá árinu 2011. Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri, atvinnuleysi er lágt og skuldir heimila og fyrirtækja lágar í sögulegu samhengi. Staða ríkissjóðs er sterk og hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur aldrei verið hagstæðari,“ segir í spánni. Segir að nú virðist komið að ákveðnum vatnaskilum í hagsveiflunni. Eftir langt tímabil þar sem farið hafi saman kröftugur hagvöxtur og lág og stöðug verðbólga, sé útlit fyrir að hægja muni verulega á hagvexti á sama tíma og verðbólga eykst. Efnahagshorfurnar séu engu að síður jákvæðar því gert er ráð fyrir hóflegum en viðvarandi hagvexti á spátímanum. Meðal helstu atriða í spánni eru: Hagvöxtur verður 3,9% á þessu ári, 2,4% á næsta ári, og rúmlega 2% árin 2020 og 2021. Verðbólga verður um 3,5% í lok þessa árs, fer mest í um 3,7% á næsta ári en verður að meðaltali um 3,3% á tímabilinu 2019-2021. Heldur er líklegra að gengi krónunnar veikist á spátímanum en að það styrkist. Engar forsendur eru þó til að álykta að sú breyting verði veruleg miðað við núverandi gildi krónunnar. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði nálægt 140 í lok spátímans. Meðalgengi krónu gagnvart evru það sem af er árinu er nú um 125. Spá hækkun stýrivaxta og fjölgun ferðamanna Veiking á gengi krónunnar síðustu vikur muni því að öllum líkindum koma fram í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Ef spá Hagfræðideildar um lítilsháttar gengisveikingu næstu ár gengur eftir muni það einnig vega þungt í verðbólguþróuninni á spátímabilinu. Hagfræðideild telur líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig seinna á þessu ári og að meginvextir bankans verði þar með 4,5%. Búast megi við frekari hækkun vaxta á næsta ári og að þeir verði þá 5,0%. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2018 í heild verði um 4,3%. Einkaneysla eykst um 3,2% á næsta ári, um 3,0% árið 2020 og 3,5% árið 2021. Hagfræðideild spáir því að fasteignaverð hækki um 4,3% á árinu 2018, um 4% á árinu 2019, um 6% árið 2020 og um 8% árið 2021.Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 6% á þessu ári en að fjölgunin verði 2% á árunum 2019-2021. Þetta er talsvert minni fjölgun en sem nemur sögulegum meðalvexti á fjölda ferðamanna hingað til lands en hann er tæplega 10%.Spá hagfræðideildar bankans má lesa í heild á vef Landsbankans
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira