Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:56 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15