Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:56 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15