Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2018 19:30 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira