
Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag

Tilkynning Tyrklandsforseta er til marks um vaxandi þrýsting á stjórnvöld í Sádi-Arabíu sem krafin eru um að upplýsa málið að fullu.
Ráðamenn vestrænna ríkja eru sagðir vilja bíða eftir niðurstöðum morðrannsóknarinnar áður en ákveðið verður hvort beita þurfi refsiaðgerðum. Það skal þó tekið fram að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur ákveðið að stöðva hergagnaútflutning til Sádi-Arabíu um stund.
Blaðamaðurinn hvarf sporlaust eftir að hafa farið inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október síðastliðinn.
Khashoggi hefur í skrifum sínum, meðal annars, á Washington Post gagnrýnt yfirvöld í Sádi-Arabíu harðlega og þá sérstaklega krónprinsinn Mohammed bin Salman.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu þverneita að hafa átt aðkomu að morðinu en viðurkenndu fyrir helgi að Khashoggi hefði verður myrtur eftir að hafa lent í áflogum við aðila sem voru á ræðismannsskrifstofunni.
Ráðamenn tóku fram að þetta hefði átt sér stað án aðkomu og vitundar stjórnvalda.
Tengdar fréttir

Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis
Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda.

Sádar staðfesta andlát Khashoggi
Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.

Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi
Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi.