Banaslys á Grindavíkurvegi: Undir áhrifum áfengis og svefnlyfja og ekki í bílbelti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 10:23 Myndin er fengin úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Myndin sýnir för frá vinstri þar sem bifreiðin rennur í snjónum og í framhaldi för eftir bílinn þar sem hann er byrjaður að velta. Rauði hringurinn sýnir hvar bíllinn stöðvaðist. Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér. Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Kona sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í mars í fyrra var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið varð. Þá var hún ekki í bílbelti auk þess sem bíllinn sem hún ók var ekki í ökuhæfu ástandi vegna ástands hemlabúnaðar. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið. Í samantekt skýrslunnar segir að þann 5. mars í fyrra hafi bíl af tegundunni Toyota Avensis verið ekið suður Grindavíkurveg. Missti konan, ökumaður bílsins, stjórn á honum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt. Konan var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bílnum. Lést hún af völdum fjöláverka. Engin vitni voru að slysinu en það var um klukkan tvö um nótt sem vegfarendur sem fóru um Grindavíkurveg tóku eftir óvenjulegum hjólförum eftir bíl á veginum. Við nánari skoðun sáu þeir Toyota- bifreiðina þar sem hún hafði hafnað utan vegar.Byrjaði að snúast rangsælis á veginum miðað við akstursstefnu Bentu ummerki á vettvangi til þess að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast rangsælis miðað við akstursstefnu. „Hjólför í snjó meðfram akbrautinni og á veginum gáfu til kynna að hægra afturhjól bifreiðarinnar hafi farið út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu á meðan bifreiðin var í snúningi. Bifreiðin var síðan komin í um 90° hliðarskrið þegar hún fór útaf veginum vinstra megin þar sem hún rann nokkra metra í snjó utan við veginn áður en hún valt nokkrum sinnum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og áður segir var ökumaður bílsins undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Í ábendingu frá rannsóknarnefndinni í skýrslunni er þess getið að undanfarin ár hafi ölvunarakstur verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Segir í ábendingunni að áfengismagn í blóði þurfi ekki að vera mikið til þess að áhrifin skerði einbeitingu þess sem er undir áhrifum, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. „Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Ökumaðurinn í þessu slysi var einnig undir áhrifum svefnlyfs. Áfengi og svefnlyfið geta aukið slævandi og miðtaugakerfisbælandi áhrif hvors annars. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um ölvunarakstur. Ökumenn sem setjast ölvaðir undir stýri skapa öðrum og sjálfum sér mikla hættu. Akstur eftir áfengisdrykkju eykur líkur á alvarlegum slysum og brýnt að allir séu á varðbergi gagnvart þessari hættu,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem lesa má í heild sinni hér.
Grindavík Samgöngur Tengdar fréttir Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50