Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 11:01 Jamal Khashoggi var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Sádar hafa verið margsaga um hvernig dauða hans bar að. Vísir/EPA Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018 Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15