Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. október 2018 11:03 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13