Svo virðist sem einhverjir hafi í mótmælaskyni rifið stráin við uppgerða braggann í Nauthólsvík um helgina. DV greinir frá og segir ljósmyndarann Jóhönnu Kristínu Andrésdóttur hafa gengið fram á tvo starfsmenn borgarinnar gera við skemmdirnar í hádeginu. Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði um klukkan hálf tvö var viðgerðum lokið.
Stráin eru meðal þess sem fjallað hefur verið um í kringum framkvæmdir á svæðinu sem fóru töluvert fram úr áætlun. Stráin kostuðu um 750 þúsund krónur en þau voru flutt inn frá Danmörku.
Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrti á dögunum að Reykjavíkurborg myndi ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins. Því er ekki að fullu lokið en Háskólinn í Reykjavík, sem leigir húsnæðið, nýtir þegar húsnæðið sem félagsaðstöðu og miðstöð fyrir nýsköpun.
Háskólinn í Reykjavík greiðir borginni samkvæmt leigusamningi 450 þúsund krónur á mánuði en samningurinn er verðtryggður.
Stráin rifin upp í Nauthólsvík
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent