Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2018 07:00 Lóðir aftan við einbýlishús á Einimel 22, 24 og 26 hafa verið teygðar í leyfisleysi út á túnið aftan við Vesturbæjarlaug og girtar af. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent