Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2018 07:00 Lóðir aftan við einbýlishús á Einimel 22, 24 og 26 hafa verið teygðar í leyfisleysi út á túnið aftan við Vesturbæjarlaug og girtar af. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent