Ekkert fékkst upp í næstum 9 milljóna kröfur í þrotabú félagsins Uglý Pizza ehf., sem hélt utan um rekstur samnefnds veitingastaðar. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember í fyrra en engar eignir fundust í búinu, að því er fram kemur Lögbirtingablaðinu.
Ugly Pizza opnaði fyrsta útibú sitt á Smiðjuvegi í Kópavogi í desember 2015 en fluttist síðar að Lækjargötu í Reykjavík. Sérkenni staðarins voru pizzubotnar úr blómkáli. Lögun þeirra þótti ekki fögur og dró Ugly Pizza nafn sitt af hinum ljótu botnum.
Eigandi Ugly Pizza var Unnar Helgi Daníelsson, sem stundað hefur margvíslegan rekstur í miðborg Reykjavíkur. Hann opnaði til að mynda skemmtistaðinn Secret Cellar í sumar, sem einnig stendur við Lækjargötu. Hann sagði í samtali við fjölmiðla við opnun Ugly Pizza að hugmyndin væri að opna „keðju af ljótustu pítsustöðum bæjarins.“
Viðskipti innlent
Ekkert fannst í búi Ugly Pizza
Tengdar fréttir
Drekkur ótakmarkað á nýjum skemmtistað: "Maður á að geta farið heim með smá aur í vasanum“
"Þarna er verið að bjóða uppá alveg glænýtt concept fyrir Íslendinga og túrista í miðborginni. Skemmtistað og diskó frá miðnætti sem tæmir ekki veskið og skemmtiatriði öll kvöld,“ segir athafnarmaðurinn Unnar Helgi Daníelsson sem opnar um helgina skemmtistaðinn Secret Cellar ásamt Bjarna Daníelssyni, oftast kallaður Bjarni Töframaður.