Drekkur ótakmarkað á nýjum skemmtistað: "Maður á að geta farið heim með smá aur í vasanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2018 10:30 Bjarni Daníelsson og Unnar Helgi Daníelsson reka staðinn saman. vísir/vilhelm „Þarna er verið að bjóða uppá alveg glænýtt concept fyrir Íslendinga og túrista í miðborginni. Skemmtistað og diskó frá miðnætti sem tæmir ekki veskið og skemmtiatriði öll kvöld,“ segir athafnarmaðurinn Unnar Helgi Daníelsson sem opnar um helgina skemmtistaðinn The Secret Cellar ásamt Bjarna Daníelssyni, oftast kallaður Bjarni Töframaður. The Secret Cellar er staðsettur við Lækjargötu 6 í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulagið verður á þann veg að þú greiðir fimm þúsund krónur fyrir armband inn á staðinn á miðnætti. Fyrir klukkan tólf verður rekinn grínklúbbur í kjallaranum og barinn Craft Bar verður sem fyrr áfram á efri hæðinni. Hann mun síðan breytast í The Secret Cellar eftir miðnætti og þarf starfsfólk Craft Bar að breyta útliti staðarins á stuttum tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. „Armbandið virkar þannig að hægt er að drekka valda drykki og bjór á botnlausum glösum fram að lokun fyrir aðeins 5000 krónur. Allt sem heilinn og hugurinn höndlar."Hefur Unnar áhyggjur hvort þetta rekstrarfyrirkomulag gangi upp?„Nei, alls ekki. Fólk sem drekkur 30 bjóra verður vitaskuld erfitt en ég hef engar áhyggjur af því, það er svigrúm fyrir svona tilboð í bænum og maður á að geta farið heim með smá aur í vasanum eftir skemmtanalífið stöku sinnum. Við erum að bjóða uppá gömlu íslensku verðin og ætlum að láta á þetta reyna og hafa gaman.“Menn voru á fullu að gera og græja þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, leit við í gær.vísir/vilhelmÞeir félagar stóðu fyrir generalprufu á staðnum um síðustu helgi og segir Unnar að það hafi gengið vel. „Það var fullt af skemmtilegu uppistandi og svo erum við strax byrjaðir að taka stóra hópa sem hafa keypt armbönd í forsölu inn á skemmtistaðinn fyrir helgina og má búast við miklu fjöri.“ Unnar þekkir bransann nokkuð vel hér á landi en hann stofnaði Dúfnahóla 10 í Hafnarstræti á sínum tíma og rekur nú Icelandic Street Food. Unnar opnaði einnig pítsustaðinn Ugly Pizza fyrir nokkrum árum. The Secret Cellar opnar klukkan 12 á miðnætti og verður opið til þrjú um nóttina á föstudögum og laugardögum. Eins og áður segir er Bjarni Töframaður með í rekstrinum og sér hann mestmegnis um grínkjallarann. „Þarna verður uppistand, grínkeppnir í dúr við 8 out of 10 cats, QI og Never mind the Buzzcocks. Það má búast við lifandi tónlist eftir sýningarnar og svo verður diskó frá 12 til 3 á föstudögum og laugardögum. Skemmtanirnar fara fram á ensku því stór hluti skemmtikrafta okkar eru erlendir og einnig viljum við gefa íslensku grínistunum tækifæri til að æfa sig á ensku til að þeir eigi meiri séns að meika það úti í hinum stóra grínheimi líkt og Ari Eldjárn er að gera um þessar mundir.“Bjarni ætlar sér að koma fram reglulega á staðnum.vísir/vilhelmBjarni er einnig mjög sáttur við generalprufuna um síðustu helgi. „Það gekk langt fram úr vonum. Staðurinn var fullur af fólki sem skemmti sér konunglega. Svo var spiluð lifandi tónlist með grín ívafi. Hefðum ekki getað gert betur og ótrúlegt að fylla staðinn án þess að auglýsa.“Er nægilega stór markaður hér á Íslandi fyrir svona grínkjallara?„Hér er markaður fyrir allt sem er skemmtilegt. Það er mikið af túristum sem sækja uppistandsklúbba í þeim löndum sem þeir heimsækja og það eru alltaf túristar í miðborginni. Með The Secret Cellar erum við að veita þá þjónustu sem hefur vantað í því formi sem við erum a bjóða hana í dag.“ Bjarni er þekktur fyrir skemmtileg töfrabrögð og hefur hann verið að koma fram síðustu ár á þeim vettvangi hér á landi. „Ég mun að sjálfsögðu hoppa upp á svið þegar mér gefst tími til þess. Töfrabrögð, uppistand, spuni, leikrit, tónlist, söngur og skífuþeytingar eru hluti af starfslýsingunni minni ásamt því að hella áfengi í glös fyrir gestina og vaska upp. Við stefnum líka a því að vera með beina útsendingu á internetinu frá staðnum þar sem fólk hvaðanæva á hnettinum eða skífunni getur fylgst með og jafnvel tekið þátt.“ Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira
„Þarna er verið að bjóða uppá alveg glænýtt concept fyrir Íslendinga og túrista í miðborginni. Skemmtistað og diskó frá miðnætti sem tæmir ekki veskið og skemmtiatriði öll kvöld,“ segir athafnarmaðurinn Unnar Helgi Daníelsson sem opnar um helgina skemmtistaðinn The Secret Cellar ásamt Bjarna Daníelssyni, oftast kallaður Bjarni Töframaður. The Secret Cellar er staðsettur við Lækjargötu 6 í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulagið verður á þann veg að þú greiðir fimm þúsund krónur fyrir armband inn á staðinn á miðnætti. Fyrir klukkan tólf verður rekinn grínklúbbur í kjallaranum og barinn Craft Bar verður sem fyrr áfram á efri hæðinni. Hann mun síðan breytast í The Secret Cellar eftir miðnætti og þarf starfsfólk Craft Bar að breyta útliti staðarins á stuttum tíma á föstudags- og laugardagskvöldum. „Armbandið virkar þannig að hægt er að drekka valda drykki og bjór á botnlausum glösum fram að lokun fyrir aðeins 5000 krónur. Allt sem heilinn og hugurinn höndlar."Hefur Unnar áhyggjur hvort þetta rekstrarfyrirkomulag gangi upp?„Nei, alls ekki. Fólk sem drekkur 30 bjóra verður vitaskuld erfitt en ég hef engar áhyggjur af því, það er svigrúm fyrir svona tilboð í bænum og maður á að geta farið heim með smá aur í vasanum eftir skemmtanalífið stöku sinnum. Við erum að bjóða uppá gömlu íslensku verðin og ætlum að láta á þetta reyna og hafa gaman.“Menn voru á fullu að gera og græja þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, leit við í gær.vísir/vilhelmÞeir félagar stóðu fyrir generalprufu á staðnum um síðustu helgi og segir Unnar að það hafi gengið vel. „Það var fullt af skemmtilegu uppistandi og svo erum við strax byrjaðir að taka stóra hópa sem hafa keypt armbönd í forsölu inn á skemmtistaðinn fyrir helgina og má búast við miklu fjöri.“ Unnar þekkir bransann nokkuð vel hér á landi en hann stofnaði Dúfnahóla 10 í Hafnarstræti á sínum tíma og rekur nú Icelandic Street Food. Unnar opnaði einnig pítsustaðinn Ugly Pizza fyrir nokkrum árum. The Secret Cellar opnar klukkan 12 á miðnætti og verður opið til þrjú um nóttina á föstudögum og laugardögum. Eins og áður segir er Bjarni Töframaður með í rekstrinum og sér hann mestmegnis um grínkjallarann. „Þarna verður uppistand, grínkeppnir í dúr við 8 out of 10 cats, QI og Never mind the Buzzcocks. Það má búast við lifandi tónlist eftir sýningarnar og svo verður diskó frá 12 til 3 á föstudögum og laugardögum. Skemmtanirnar fara fram á ensku því stór hluti skemmtikrafta okkar eru erlendir og einnig viljum við gefa íslensku grínistunum tækifæri til að æfa sig á ensku til að þeir eigi meiri séns að meika það úti í hinum stóra grínheimi líkt og Ari Eldjárn er að gera um þessar mundir.“Bjarni ætlar sér að koma fram reglulega á staðnum.vísir/vilhelmBjarni er einnig mjög sáttur við generalprufuna um síðustu helgi. „Það gekk langt fram úr vonum. Staðurinn var fullur af fólki sem skemmti sér konunglega. Svo var spiluð lifandi tónlist með grín ívafi. Hefðum ekki getað gert betur og ótrúlegt að fylla staðinn án þess að auglýsa.“Er nægilega stór markaður hér á Íslandi fyrir svona grínkjallara?„Hér er markaður fyrir allt sem er skemmtilegt. Það er mikið af túristum sem sækja uppistandsklúbba í þeim löndum sem þeir heimsækja og það eru alltaf túristar í miðborginni. Með The Secret Cellar erum við að veita þá þjónustu sem hefur vantað í því formi sem við erum a bjóða hana í dag.“ Bjarni er þekktur fyrir skemmtileg töfrabrögð og hefur hann verið að koma fram síðustu ár á þeim vettvangi hér á landi. „Ég mun að sjálfsögðu hoppa upp á svið þegar mér gefst tími til þess. Töfrabrögð, uppistand, spuni, leikrit, tónlist, söngur og skífuþeytingar eru hluti af starfslýsingunni minni ásamt því að hella áfengi í glös fyrir gestina og vaska upp. Við stefnum líka a því að vera með beina útsendingu á internetinu frá staðnum þar sem fólk hvaðanæva á hnettinum eða skífunni getur fylgst með og jafnvel tekið þátt.“
Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira