Færri krabbamein með minni áfengisneyslu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. október 2018 07:00 Rannsóknir sýna skýr tengsl á milli nokkurra tegunda krabbameins og áfengisneyslu. Nordicphotos/Getty Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira