Fíkniefnasveit tekur til starfa á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2018 10:00 Fjölmenni sótti íbúafundinn í Hótel Seflossi í gærkvöldi þar sem fíkniefnamál voru til umræðu og staðan í málaflokknum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana. Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana.
Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56