Ísland fyrir EFTA-dómstólinn vegna gerða um umhverfismat og neytendamál Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 10:02 Alþingishúsið. Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. vísir/vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka. Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.
Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira