Stærðarmunur á þolanda og ákærða svo mikill að ekki var fallist á nauðvörn Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 13:34 Héraðsdómur Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur. Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á mann á Akranesi í janúar árið 2016. Maðurinn sagði brotaþola hafa ráðist fyrst á sig, og því hafi hann þurft að grípa til neyðarvarnar. Dómurinn sagði hins vegar ekki hægt að réttlæta viðbrögð mannsins vegna þess hversu mikill hæðar- og þyngdarmunur var á honum og þolanda. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola þann 30. janúar 2016 á bílastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi. Manninum er gefið að sök að hafa stigið út úr bifreið sinni og skallað þolandann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, bólgur og mar á enni, hægra kinnbeini og gagnauga. Maðurinn neitaði sök.Sakaði brotaþola um að bera út slúður Við aðalmeðferð sagðist maðurinn hafa komið á bílastæðið umræddan dag. Hann hefði ætlað að hitta vin sinn og sá brotaþola koma akandi og ákvað þá að tala við brotaþola um slúður sem brotaþoli hefði borið út um hann um ætlaða fíkniefnasölu.Ákærði kvaðst aldrei hafa komið nálægt fíkniefnum en orðrómur hefði verið um það í bænum. Ákærði kvaðst þá hafa gengið að brotaþola og spurt hann af hverju hann hefði borið þetta út, en brotaþoli neitaði því að hafa borið slúðrið út. Ákærði sagði að brotaþoli hefði í kjölfarið orðið ofbeldisfullur í sinn garð. Ákærði hefði þá ýtt brotaþola upp að bifreið hans. Við það hefði brotaþoli ráðist á ákærða og skallað hann. Ákærði kvaðst þá hafa svarað í sömu mynt og skallað brotaþola. Ákærði kvaðst vera 120 kg og 186 cm hár. Hann kvaðst hafa verið hræddur við brotaþola enda vitað að hann væri ofbeldisfullur. Brotaþoli bar að nefndan dag hefði hann verið að koma til vinnu og hefði ákærði þá komið til hans og viljað ræða við hann. Allt í einu hefði ákærði skallað sig og í framhaldinu hefði komið til ryskinga milli þeirra. Ákærði hefði jafnframt slegið hann. Þá neitaði brotaþoli að hafa ráðist á ákærða og skallað hann. Brotaþoli kvaðst enn fremur vera 163 cm hár og 50 kg. Stærðarmunurinn greinilegur við aðalmeðferð Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi játað að hafa skallað brotaþola eins og hann er ákærður fyrir. Hann neitaði hins vegar sök og sagði að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Dómurinn tók í því samhengi tillit til þess hversu mikill munur var á hæð og þyngd þolanda og ákærða, auk þess sem munurinn hafi verið greinilegur við aðalmeðferð málsins. Dómurinn féllst því ekki á að ákærði hafi átt hendur sínar að verja á þann hátt að réttlætt geti viðbrögð hans. Ákærði var dæmdur til að sæta skilorðsbundnu fangelsi í 30 daga. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 632.400 krónur.
Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira