Baráttufundir er haldnir um allt land, sá stærsti á Arnarhóli en hann hefst kl. 15:30 og verður Vísir með beina útsendingu frá fundinum. Útsendingin hefst um klukkan 15:15 og verður þá hægt að fylgjast fjöldanum streyma í bæinn.
Á fundinum mun Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir flytja ávarp.

Fundarstýrur eru Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir. Tveir táknmálstúlkar þýða fundinn og stór skjár verður einnig á sviðinu.