Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 15:26 Framkvæmdir við Hlíðarenda eru langt komnar en enn er ekki byrjað að sprengja 270 þúsund fermetra af grjóti í burtu við Landspítalann. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda. Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda.
Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira