Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 15:26 Framkvæmdir við Hlíðarenda eru langt komnar en enn er ekki byrjað að sprengja 270 þúsund fermetra af grjóti í burtu við Landspítalann. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda. Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda.
Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira