"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:30 Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð. Vísir/Vilhelm Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?