Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 21:00 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu.
Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23
Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07