Tími, peningar og lélegar samgöngur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 10:18 Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar