Tími, peningar og lélegar samgöngur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 10:18 Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun