Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:06 Nokkrir meintra morðingja Khashoggi eru sagðir tengjast Mohammed bin Salman krónprins. Sádar hafa reynt að fjarlægja prinsinn morðinu af fremsta megni. Vísir/EPA Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00