Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 17:00 Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. Vísir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa sent hvort öðru tóninn í aðsendum greinum vegna þess að Herjólfur ofh. keypti lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju sem er enn í smíðum í Póllandi. Búist er við að nýi Herjólfur fari sína ferð til Vestmannaeyja 30. mars næstkomandi.Stundin fjallaði um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá Bonafide en meðeigandi félagsins, Sigurvin Ólafsson, hefur unnið lögmannsstörf fyrir rekstrarfélag Herjólfs. Lúðvík sagði við Stundina að um björgunaraðgerð væri að ræða því verkefnastjóri Herjólfs ofh. hefði hætt í sumar og þurfti að brúa bilið sem skapaðist. Stjórn Herjólfs ofh. hefði tekið þá ákvörðun að leita mætti til Sigurvins ef upp kæmu mál sem þyldu ekki bið.Frá Vestmannaeyjum.Vísir/Einar ÁrnasonÍris Róbertsdóttir sagði í samtali við Stundina að Vestmannaeyjabær hefði greitt Bonafide 1.400 þúsund krónur fyrir vinnu lögmannsstofunnar fyrir félagið. Nýr framkvæmdastjóri tók við félaginu í október en Lúðvík sagði við Stundina að framkvæmdastjórinn myndi taka ákvörðun um við hvaða lögmannsstofu Herjólfur ohf. semur í framhaldinu.Sagði sig úr stjórn Herjólfs ohf. Dóra Björk Gunnarsdóttir, fulltrúi H-listans í Vestmannaeyjum, tilkynnti nýverið að hún hefði sagt sig úr stjórn Herjólfs ohf. en í tilkynningu sem birt var á Eyjar.net sagði hún samskipti lítil sem engin innan stjórnar, fundir væru fáir og upplýsingagjöfin léleg til þeirra sem eru í framkvæmdanefndinni. Meðal þess sem hún nefndi máli sínu til stuðnings eru störf lögmanns Bonafide fyrir Herjólf ofh. og taldi það ekki samræmast almennu siðferði stjórnar að fyrirtæki stjórnarmanna séu að vinna fyrir félagið. Íris Róbertsdóttir sagði við Stundina að hún hefði benti Lúðvík Bergvinssyni tvisvar á að hún teldi það óeðlilegt að Herjólfur ohf. væri í viðskiptum við lögmannsstofu hans. Bætti hún við að hún væri með vinnu og vinnulag stjórnar rekstrarfélags nýja Herjólfs til skoðunar vegna afsagnar Dóru Bjarkar.Fordæmalausar árásir að mati ElliðaElliði var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í 12 ár en er í dag bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórElliði Vignisson, sem í dag er bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, er allt annað er sáttur við svör Írisar í Stundinni. Hann ritaði aðsenda grein sem var birt á vef Eyjafrétta sem ber heitið Það er kúnst að svívirða mann. Hann vill meina að verið sé að svívirða saklausan mann, og vísar þar til umfjöllunar um viðskipti Herjólfs ofh. við lögmannsstofu Lúðvíks. „Árásir núverandi stjórnenda Vestmannaeyjabæjar og fylgismanna þeirra á Lúðvík Bergvinsson eru í mínum huga fordæmalausar,“ segir Elliði sem fer mikinn í greininni. Hann segir þetta vera ljótan leik og að hann væri ekki sá maður sem hann vill vera ef hann stigi ekki fram Lúðvík til varnar. „Jafnvel þótt seint verðum við Lúðvík taldir samherjar í pólitík. Um stund meira að segja svarnir andstæðingar,“ skrifar Elliði sem er í Sjálfstæðisflokknum en Lúðvík sat eitt sinn á þingi fyrir Samfylkinguna. Finnst Lúðvík ekki hafa fengið það lof sem hann á skilið Hann segir það hafa verið gæfu Vestmannaeyjabæjar að leita til Lúðvíks. „Þó ég hafi aldrei trúað því að ég ætti eftir að segja það, miðað við það sem á undan er gengið í okkar samskiptum, þá var innkoma Lúðvíks Bergvinssonar og þekking hans meðal þess sem skipti sköpum að samningar við ríkið tókust.“ Hann segir tilraun gerða til að gera vinnu Lúðvíks og Bonafide í samningaviðræðum við ríkið ótrúverðuga en Elliði segir Lúðvík hafa unnið af heilindum fyrir sínar heimaslóðir, lagt mikið á sig fyrir verkefnið og hvergi hlotið þær þakkir sem hann á skilið. „Manni sem varið hefur hundruðum klukkustunda í vinnu fyrir samfélagið sitt, lánað aðstöðu og margt fl.“Finnst endurkoma Elliða sérkennilegÍris Róbertsdóttir var áður í Sjálfstæðisflokknum en leiddi klofningsframboðið Fyrir Heimaey sem myndar meirihluta með Vestmannaeyjalistanum í dag.Vísir/Einar ÁrnasonÍris svaraði Elliða í dag og sagði endurkomu forvera hennar í bæjarmálaumræðuna í Eyjum um síðustu helgi hafa verið nokkuð óvænta og sérkennilega. Hún segir ummæli sín í Stundinni langt frá því að teljast óeðlileg. Hún hafi tekið almenna og eðlilega varðstöðu gegn hagsmunaárekstrum og sagðist hafa komið þessum sjónarmiðum áður fram við Lúðvík sjálfan og því hefðu þau ekki átt að koma Lúðvík á óvart . Hún segir hana og oddvita Eyjalistans fullkomlega sammála í þessari afstöðu. Íris segir ummæli sín ekki hafa verið árásir og þaðan af síður svívirðingar. „Ég var einfaldlega að benda á hið augljósa og í því fólst ekki einu sinni gagnrýni á stjórnarformanninn – hvað þá árásir eða svívirðingar. Enda situr formaðurinn í umboði og á ábyrgð núverandi meirihluta bæjarstjórnar en ekki fyrrverandi; þótt sumir virðist reyndar eiga erfitt með að átta sig á því,“ segir Íris.Fyrstu hrópin heyrast úr Ölfusi til Eyja Hún segist ekki skilja hvað Elliða gangi til með þessari innkomu í bæjarmálaumræðuna í Eyjum. „En fólk getur allavega núna hætt þeim samkvæmisleik að geta sér til um hvenær fyrstu hrópin muni heyrast úr Ölfusi til Eyja. Það er komin niðurstaða. Í lokin vil ég svo nota tækifærið til að óska forvera mínum alls velfarnaðar í nýju starfi í Ölfusinu,“ segir Íris. Íris var oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum í vor. Listinn myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Eyjum með Elliða Vignisson bæjarstjóra í forystu. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta undanfarin tólf ár og hafði Elliði verið bæjarstjóri jafn lengi. Íris var áður í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum. Hún studdi tillögu um prófkjör hjá flokknum sem stóð til en horfið var frá þeirri ákvörðun síðar meir. Í kjölfarið var stofnað klofningsframboðið H-listi, Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi og er hún bæjarstjóri í dag. Herjólfur Ölfus Tengdar fréttir 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ 1. ágúst 2018 10:44 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa sent hvort öðru tóninn í aðsendum greinum vegna þess að Herjólfur ofh. keypti lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju sem er enn í smíðum í Póllandi. Búist er við að nýi Herjólfur fari sína ferð til Vestmannaeyja 30. mars næstkomandi.Stundin fjallaði um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá Bonafide en meðeigandi félagsins, Sigurvin Ólafsson, hefur unnið lögmannsstörf fyrir rekstrarfélag Herjólfs. Lúðvík sagði við Stundina að um björgunaraðgerð væri að ræða því verkefnastjóri Herjólfs ofh. hefði hætt í sumar og þurfti að brúa bilið sem skapaðist. Stjórn Herjólfs ofh. hefði tekið þá ákvörðun að leita mætti til Sigurvins ef upp kæmu mál sem þyldu ekki bið.Frá Vestmannaeyjum.Vísir/Einar ÁrnasonÍris Róbertsdóttir sagði í samtali við Stundina að Vestmannaeyjabær hefði greitt Bonafide 1.400 þúsund krónur fyrir vinnu lögmannsstofunnar fyrir félagið. Nýr framkvæmdastjóri tók við félaginu í október en Lúðvík sagði við Stundina að framkvæmdastjórinn myndi taka ákvörðun um við hvaða lögmannsstofu Herjólfur ohf. semur í framhaldinu.Sagði sig úr stjórn Herjólfs ohf. Dóra Björk Gunnarsdóttir, fulltrúi H-listans í Vestmannaeyjum, tilkynnti nýverið að hún hefði sagt sig úr stjórn Herjólfs ohf. en í tilkynningu sem birt var á Eyjar.net sagði hún samskipti lítil sem engin innan stjórnar, fundir væru fáir og upplýsingagjöfin léleg til þeirra sem eru í framkvæmdanefndinni. Meðal þess sem hún nefndi máli sínu til stuðnings eru störf lögmanns Bonafide fyrir Herjólf ofh. og taldi það ekki samræmast almennu siðferði stjórnar að fyrirtæki stjórnarmanna séu að vinna fyrir félagið. Íris Róbertsdóttir sagði við Stundina að hún hefði benti Lúðvík Bergvinssyni tvisvar á að hún teldi það óeðlilegt að Herjólfur ohf. væri í viðskiptum við lögmannsstofu hans. Bætti hún við að hún væri með vinnu og vinnulag stjórnar rekstrarfélags nýja Herjólfs til skoðunar vegna afsagnar Dóru Bjarkar.Fordæmalausar árásir að mati ElliðaElliði var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í 12 ár en er í dag bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórElliði Vignisson, sem í dag er bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, er allt annað er sáttur við svör Írisar í Stundinni. Hann ritaði aðsenda grein sem var birt á vef Eyjafrétta sem ber heitið Það er kúnst að svívirða mann. Hann vill meina að verið sé að svívirða saklausan mann, og vísar þar til umfjöllunar um viðskipti Herjólfs ofh. við lögmannsstofu Lúðvíks. „Árásir núverandi stjórnenda Vestmannaeyjabæjar og fylgismanna þeirra á Lúðvík Bergvinsson eru í mínum huga fordæmalausar,“ segir Elliði sem fer mikinn í greininni. Hann segir þetta vera ljótan leik og að hann væri ekki sá maður sem hann vill vera ef hann stigi ekki fram Lúðvík til varnar. „Jafnvel þótt seint verðum við Lúðvík taldir samherjar í pólitík. Um stund meira að segja svarnir andstæðingar,“ skrifar Elliði sem er í Sjálfstæðisflokknum en Lúðvík sat eitt sinn á þingi fyrir Samfylkinguna. Finnst Lúðvík ekki hafa fengið það lof sem hann á skilið Hann segir það hafa verið gæfu Vestmannaeyjabæjar að leita til Lúðvíks. „Þó ég hafi aldrei trúað því að ég ætti eftir að segja það, miðað við það sem á undan er gengið í okkar samskiptum, þá var innkoma Lúðvíks Bergvinssonar og þekking hans meðal þess sem skipti sköpum að samningar við ríkið tókust.“ Hann segir tilraun gerða til að gera vinnu Lúðvíks og Bonafide í samningaviðræðum við ríkið ótrúverðuga en Elliði segir Lúðvík hafa unnið af heilindum fyrir sínar heimaslóðir, lagt mikið á sig fyrir verkefnið og hvergi hlotið þær þakkir sem hann á skilið. „Manni sem varið hefur hundruðum klukkustunda í vinnu fyrir samfélagið sitt, lánað aðstöðu og margt fl.“Finnst endurkoma Elliða sérkennilegÍris Róbertsdóttir var áður í Sjálfstæðisflokknum en leiddi klofningsframboðið Fyrir Heimaey sem myndar meirihluta með Vestmannaeyjalistanum í dag.Vísir/Einar ÁrnasonÍris svaraði Elliða í dag og sagði endurkomu forvera hennar í bæjarmálaumræðuna í Eyjum um síðustu helgi hafa verið nokkuð óvænta og sérkennilega. Hún segir ummæli sín í Stundinni langt frá því að teljast óeðlileg. Hún hafi tekið almenna og eðlilega varðstöðu gegn hagsmunaárekstrum og sagðist hafa komið þessum sjónarmiðum áður fram við Lúðvík sjálfan og því hefðu þau ekki átt að koma Lúðvík á óvart . Hún segir hana og oddvita Eyjalistans fullkomlega sammála í þessari afstöðu. Íris segir ummæli sín ekki hafa verið árásir og þaðan af síður svívirðingar. „Ég var einfaldlega að benda á hið augljósa og í því fólst ekki einu sinni gagnrýni á stjórnarformanninn – hvað þá árásir eða svívirðingar. Enda situr formaðurinn í umboði og á ábyrgð núverandi meirihluta bæjarstjórnar en ekki fyrrverandi; þótt sumir virðist reyndar eiga erfitt með að átta sig á því,“ segir Íris.Fyrstu hrópin heyrast úr Ölfusi til Eyja Hún segist ekki skilja hvað Elliða gangi til með þessari innkomu í bæjarmálaumræðuna í Eyjum. „En fólk getur allavega núna hætt þeim samkvæmisleik að geta sér til um hvenær fyrstu hrópin muni heyrast úr Ölfusi til Eyja. Það er komin niðurstaða. Í lokin vil ég svo nota tækifærið til að óska forvera mínum alls velfarnaðar í nýju starfi í Ölfusinu,“ segir Íris. Íris var oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum í vor. Listinn myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Eyjum með Elliða Vignisson bæjarstjóra í forystu. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta undanfarin tólf ár og hafði Elliði verið bæjarstjóri jafn lengi. Íris var áður í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum. Hún studdi tillögu um prófkjör hjá flokknum sem stóð til en horfið var frá þeirri ákvörðun síðar meir. Í kjölfarið var stofnað klofningsframboðið H-listi, Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi og er hún bæjarstjóri í dag.
Herjólfur Ölfus Tengdar fréttir 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ 1. ágúst 2018 10:44 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15
Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04
Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ 1. ágúst 2018 10:44
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02