Eyland Hörður Ægisson skrifar 26. október 2018 08:00 Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun