Þverpólitísk skilaboð um bólusetningar Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. október 2018 07:00 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32
Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02
Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18