Rotarar mætast í Kanada Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. október 2018 00:01 Vísir/Getty Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Sjá meira
Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Sjá meira