Segir heimaþjónustu fyrir aldraða með fíknivanda hafa reynst vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2018 23:30 Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““ Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““
Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent