Villikettir vilja skýringar frá bænum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2018 20:45 Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“ Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“
Dýr Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira