Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2018 08:52 Thomas Møller Olsen í Landsrétti í morgun. Grænlendingurinn huldi andlit sitt í héraði og náðu íslenskir fjölmiðlar engum myndum af dæmda morðingjanum. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00