"Tímabært að negla þrjótinn“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 11:19 Björn Leví segir það rangt að Píratar hafi þjófkennt Ásmund, þar til nú. Víst er að málið lýsir verulegum ýfingum milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að akstursskýrslur Ásmundar Friðrikssonar, verði rannsakaðar sérstaklega. Á engan kost annan en láta skoða Ásmund sérstaklega Björn Leví greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hann vitnar til orða Ásmundar á þingi 10. október þar sem Ásmundur kvartaði undan því að Píratar séu „fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“ Björn Leví segir þetta hingað til hafa verið ósatt. „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“ Björn Leví segist ekki eiga annan kost en beina spjótum sérstaklega að Ásmundi í þessu sambandi. Erindi hans til Forsætisnefndar þess efnis að hinar umdeildu akstursskýrslur yrðu rannsakaðar sérstaklega, var vísað frá á þeim forsendum að það sneri ekki að neinum tilgreindum. Vísir fjallaði ítarlega um þetta mikla hitamál sem kom upp í upphafi árs. Efast um að útskýringar Ásmundar standist skoðun Því biður Björn um það sérstaklega að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði rannsakaðar. „Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“ Sjá má útskýringar Björns Leví í heild sinni hér neðar en í athugasemdum er þessu skrefi fagnað og segir þar meðal annars að um þjóðþrifaverk sé að ræða og „tímabært að negla þrjótinn“. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að akstursskýrslur Ásmundar Friðrikssonar, verði rannsakaðar sérstaklega. Á engan kost annan en láta skoða Ásmund sérstaklega Björn Leví greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hann vitnar til orða Ásmundar á þingi 10. október þar sem Ásmundur kvartaði undan því að Píratar séu „fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“ Björn Leví segir þetta hingað til hafa verið ósatt. „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“ Björn Leví segist ekki eiga annan kost en beina spjótum sérstaklega að Ásmundi í þessu sambandi. Erindi hans til Forsætisnefndar þess efnis að hinar umdeildu akstursskýrslur yrðu rannsakaðar sérstaklega, var vísað frá á þeim forsendum að það sneri ekki að neinum tilgreindum. Vísir fjallaði ítarlega um þetta mikla hitamál sem kom upp í upphafi árs. Efast um að útskýringar Ásmundar standist skoðun Því biður Björn um það sérstaklega að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði rannsakaðar. „Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“ Sjá má útskýringar Björns Leví í heild sinni hér neðar en í athugasemdum er þessu skrefi fagnað og segir þar meðal annars að um þjóðþrifaverk sé að ræða og „tímabært að negla þrjótinn“.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21
600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. 9. mars 2018 18:46
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum