Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 20:54 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þegar hún flutti málið í héraði. Vísir/Vilhelm Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52