Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2018 11:33 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt." Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt."
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58