Erfiðir dagar bíða Merkel þegar Bæjarar ganga til kosninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 11:04 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Horst Seehofer innanríkisráðherra. Getty/Michele Tantussi Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira