Dagur fer í veikindaleyfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2018 07:00 Dagur er með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Fréttablaðið/Anton brink Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira