Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að málið eigi að fara í innri endurskoðun en Hildur benti á að nóg væri að gera hjá eftirlitinu. Hildur vill einnig að borgarstjóri stígi fram og axli ábyrgð á þessu.
Þær voru þó sammála um að peningunum hefði getað verið betur varið í önnur brýnni mál.
Leiga Háskólans í Reykjavík á bragganum átti að borga bygginguna upp á 40 árum miðað við fyrstu áætlanir.
Heiða og Hildur voru gestir í Sprengisandi í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.