Beit dyravörð og gest í miðborginni Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 12:35 Lögregla hefur haft í nógu að snúast síðan kl.18 í gær. Vísir/Vilhelm Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt. Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust upp úr miðnætti var tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi þar sem hann barði á útidyr fjölbýlishúss í miðborginni. Það kom svo í ljós að hann var íbúi í húsinu en hann hafði læst sig úti og náði ekki sambandi við meðleigjanda sinn sem svaf áfengissvefni inni í íbúðinni. Karlmaður var svo handtekinn í miðborginni eftir að hafa hrækt á lögreglumann og haft í hótunum við þá. Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af manninum skömmu áður þar sem hann hafði í hótunum við annan karlmann sem átti leið hjá honum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í talsvert annarlegu ástandi sökum ölvunar. Í Garðabæ var svo tilkynnt um eld í plastgámi fyrir utan skóla rétt fyrir miðnætti. Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í bifreiðinni og gat bílstjórinn ekki vakið hann. Farþeginn var vakinn skömmu síðar og fékk að halda sína leið fótgangandi eftir að hafa greitt fargjaldið. Um fjögur í nótt var svo óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem hafði læst sig inni í söluturni. Maðurinn hafði komið að söluturninum eftir lokun en komist inn í hann vegna þess að hurðin var kviklæst. Hann fór í framhaldinu inn í söluturninn en við það fór þjófavarnarkerfið í gang og hurðin skall í lás á eftir honum og var maðurinn inni í söluturninum þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn fékk að fara þar sem engar frekari kröfur voru á hendur honum. Talsverður erill var hjá lögreglunni og mikið um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna. Þá voru einnig nokkur útköll vegna heimilisofbeldis. Fangageymslur á Hverfisgötu voru fullnýttar í nótt.
Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira