Lítið eftirlit með lyfjaskilum Sveinn Arnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Vísir/Stefán Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira