Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ósáttur við fordæmingu alþjóðasamfélagsins á yfirvöldum í Sádi-Arabíu vegna blaðamannsins og andófsmannsins Jamals Khashoggi. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann fór á ræðismannsskrifstofu í Sádi-Arabíu í byrjun október. Trump lét í ljós óánægju sína í viðtali við fréttastofu AP.
Hann segir þróun málsins enn einu sinni sýna fram á að hinn grunaði sé alltaf sekur í augum almennings þar til sýnt hefur verið fram á sakleysi. Trump vísar máls Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara, sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi, máli sínu til stuðnings.
Trump segir að hvorki konungurinn né krónprinsinn í Sádi-Arabíu viti hvað hefur orðið um blaðamanninn. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar hefði fullyrt að Khashoggi hefði verið myrtur og líkið af honum bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu. Heimildir CNN herma að yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggist axla ábyrgð á morðinu. Khashoggi hafi látist vegna yfirheyrslu sem hafi gengið of langt.
Spurður út í ummælin sem hann lét falla fyrr í dag þess efnis að mögulega hefðu einhvers konar stigamenn ráðið Khashoggi bana svaraði Trump því til að hann hefði „fengið það á tilfinninguna“ eftir samtal hans og konungsins.
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana

Tengdar fréttir

Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður
Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN.

Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda
Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur.

Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi
Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl

Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða