Ólafur Ragnar: Framtíð Íslands best borgið utan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 10:00 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan. Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan.
Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira