Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 13:06 Stórum hlutum Amazon-regnskógarins hefur verið eytt til að rýma til fyrir nautgripa- og sojabaunaræktun. Næsti forseti Brasilíu gæti liðkað til fyrir eyðingu skógarins. Vísir/EPA Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira