„Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 14:05 Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag. Vísir/Vilhelm Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. Það sé því ekki rétt sem Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt fram um meint okur verslunarkeðjunnar hér á landi. Gylfi sagði það liggja í augum uppi að H&M væri dýrara hér á landi en í Noregi - „það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ sagði Gylfi á Facebook og lét þannig í veðri vaka að verslunin væri sérstaklega að okra á Íslendingum.Sjá einnig: Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á ÍslandiH&M segir það alrangt hjá dósentinum. „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum heldur en öðrum,“ segir í yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi Vísi. H&M vilji þar að auki árétta að „dæmið er flóknara en það að bera saman tölur á verðmiða,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Þættir eins og flutningskostnaður, skattar og fleira hafa áhrif á verðið og eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar verið að setja sjálfbæra verðstefnu fyrir markaðina okkar.“ Verslunin segist þar að auki gera reglulegar verðkannannir og þær gefi til kynna að H&M sé samkeppnishæf á íslenskum markaði - „við bjóðum upp á tísku og gæði á besta verðinu, á sjálfbæran hátt“ H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. Það sé því ekki rétt sem Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt fram um meint okur verslunarkeðjunnar hér á landi. Gylfi sagði það liggja í augum uppi að H&M væri dýrara hér á landi en í Noregi - „það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ sagði Gylfi á Facebook og lét þannig í veðri vaka að verslunin væri sérstaklega að okra á Íslendingum.Sjá einnig: Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á ÍslandiH&M segir það alrangt hjá dósentinum. „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum heldur en öðrum,“ segir í yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi Vísi. H&M vilji þar að auki árétta að „dæmið er flóknara en það að bera saman tölur á verðmiða,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Þættir eins og flutningskostnaður, skattar og fleira hafa áhrif á verðið og eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar verið að setja sjálfbæra verðstefnu fyrir markaðina okkar.“ Verslunin segist þar að auki gera reglulegar verðkannannir og þær gefi til kynna að H&M sé samkeppnishæf á íslenskum markaði - „við bjóðum upp á tísku og gæði á besta verðinu, á sjálfbæran hátt“
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
„Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47