Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 21:18 Tvö félag hafa dregið sig úr sameiningarviðræðunum. Fréttablaðið/Eyþór Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa slitið sig frá sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands, Sjómanna- og vélstjórnarfélag Grindavíkur og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sjómannafélaganna tveggja en þar segir að í fréttum undanfarna daga hafi komið fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum Sjómannafélags Íslands um óheiðarlega framkomu og falsanir á fundargerðabókum sjómannafélagsins. „Ásakanir þessar hafa komið fram í tengslum við fyrirhugað mótframboð til stjórnar félagsins í tengslum við aðalfund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnendur ofangreindra félaga svo alvarlegar að við því verði að bregðast,“ segir í yfirlýsingunni frá sjómannafélögunum tveimur. Vísir hefur fjallað um ólgu innan Sjómannafélags Íslands sem tengist framboði sjómannsins Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns stjórnar félagsins. Sitjandi formaður Jónas Garðarsson hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér. Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega hafi verið sett fram tilkynning á vef félagsins sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telja hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Jónas mun sitja út árið 2019 sem formaður en þá mun nýr formaður og ný stjórn taka við sem verður kosin í desember. Jónas leiddi sameiningarviðræður sjómannafélaganna til að fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Gangi þær viðræður eftir mun ný stjórn Sjómannafélags Íslands ekki taka við, því kjósa þarf um nýja stjórn sameinuðu félaganna. Stjórn Sjómannafélagsins hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist harma alvarlegar ásakanir í garð félagsins og er Heiðveig María sögð vega að æru félagsins og allra þeirra sem koma að rekstri og stjórn félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03