Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 14:51 Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. vísir/getty Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira