„Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 15:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að henni hugnist ekki heræfingar. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55
Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45