Ógilda samruna apóteka Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 17:57 Til stóð að sameina Apótekarann og Apótek MOS Í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Stefán Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni.
Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira