Sport

„Er svolítið orðlaus eftir þetta“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
Íslenska liðið var með frábæra dansæfingu og fékk langhæstu danseinkunn kvöldsins
Íslenska liðið var með frábæra dansæfingu og fékk langhæstu danseinkunn kvöldsins mynd/kristinn arason
Kolbrún Þöll Þorradóttir var mjög ánægð með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sem komst í gærkvöld í úrslitin á EM í hópfimleikum.

„Okkur líður ótrúlega vel. Við erum búnar að finna salinn, finna áhorfendurnar og ég er svolítið orðlaus eftir þetta,“ sagði Kolbrún Þöll þegar úrslitin voru ljós.

„Þetta gekk vonum framar, það eru einhverjir hlutir til þess að laga, sem er bara fínt. Við höfum morgundaginn til þess að hvíla og svo er bara að bomba á laugardaginn.“

Íslenska liðið var aðeins á eftir þeim sænsku í heildarstigagjöfinni í undankeppninni en íslenska liðið var þó með betri danseinkunn en það sænska. Á íslenska liðið eitthvað inni til þess að ná að hafa betur á morgun?

„Ég veit ekki einkunnirnar en við tókum nokkrar stelpur niður, settum inn varamenn inn í umferð til þess að spara nokkrar og þjálfa þær ef það kemur eitthvað upp á. Við eigum eitthvað inni og getum alltaf gert betur og við ætlum að gera betur.“

„Ég vona bara að þetta fari eins og við viljum á laugardaginn,“ sagði Kolbrún Þöll.

Íslenska liðið keppir í úrslitum klukkan 12:00 að íslenskum tíma á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×