Rekstur Bakkaganga í uppnámi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2018 06:00 Jarðgöngin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári síðan og kostuðu ríkið hátt á fjórða milljarð. Mynd/Gaukur Hjartarson Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira