Real Madrid tapaði á heimavelli

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Vandræði Real Madrid héldu áfram í dag þegar liðið tapaði óvænt gegn Levante á heimavelli 2-0 en eftir leikinn er liðið í sjötta sæti deildarinnar.

 

Lið Real Madrid hefur oft verið stjörnuprýddara heldur en byrjunarlið liðsins í dag en í framlínu liðsins í dag voru þeir Lucas Vazquez, Mariano Diaz og Marco Asensio.

 

Liðsmenn Levante mættu ákveðnir til leiks og náðu forystunni strax á 7. mínútu og var það Jose Morales sem skoraði markið.

 

Aðeins sex mínútum seinna fékk Levante dæmda vítaspyrnu. Á punktinn steig Roger Marti og skoraði hann framhjá Courtois í markinu og var staðan 0-2 í hálfleiknum.

 

Gareth Bale var skipt inná í hálfeiknum til þess að reyna að blása nýju lífi í Real Madrid.

 

Heimamenn náðu að minnka muninn á 72. mínútu með marki frá Marceloa en nær komust þeir ekki og frækinn sigur Levante því staðreynd.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira