Nýr Volvo lögreglunnar átti ekkert í þjófa á stolnum Porsche jeppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 11:31 Frá vettvangi glæpsins á Kaffi kjós í nótt. Kaffi Kjós Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu. Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu.
Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira