Nýr Volvo lögreglunnar átti ekkert í þjófa á stolnum Porsche jeppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 11:31 Frá vettvangi glæpsins á Kaffi kjós í nótt. Kaffi Kjós Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu. Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu.
Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira