Þvinguðu bandarískt herskip af leið í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 11:16 US Decatur. AP/Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna segir að herskip þeirra hafi verið þvingað af leið af kínversku herskipi. Bandaríkjamenn segja Kínverja hafa sett sjóliða í hættu með „ófagmannlegu“ framferði. Atvikið átti sér stað við Spratly-eyjar í Suður-Kínahafi á sunnudaginn. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja yfirráðasvæði Kína ná nánast upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað tilkall Kína til hafsins ólöglegt en Kínverjar hafa byggt upp heilu eyjurnar á svæðinu og komið þar fyrir herbúnaði, flugvöllum, flotastöðum og vopnum. Bandaríska tundurspillinum USS Decatur var siglt að Spratley eyjum á sunnudaginn og var markmið ferðarinnar að ítreka að um alþjóðlegt hafsvæði væri að ræða samkvæmt lögum. Þá mun kínverska herskipinu Luoyang hafa verið siglt í átt að USS Decatur. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir að Kínverjarnir hafi skipað áhöfn tundurspillisins að yfirgefa svæðið og Luoyang hafi verið siglt sífellt nær Decatur. Að endingu hafi fjarlægðin á milli skipanna verið um 40 metrar og þá hafi áhöfn Decatur neyðst til þess að breyta stefnu skipsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Utanríkisráðuneyti Kína sent frá sér tilkynningu þar sem Bandaríkin eru hvött til að láta af „ögrandi“ aðgerðum sem þessum. Kínverjar segjast andvígir því að bandarískum herskipum sé siglt á svæðinu. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki að undanförnu. Ríkin eiga í viðskiptastríði og nú nýverið beittu Bandaríkin viðskiptaþvingunum gegn Kína. Það var gert vegna vopnakaupa Kínverjar af Rússum þar sem þau kaup brutu gegn þvingunum sem Bandaríkin höfðu beitt Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hætti nýverið við heimsókn til Kína í þessum mánuði.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki gefa eftir tommu af landsvæði sínu til að ná því markmiði. 28. júní 2018 06:31
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47